Bæjarráð Fjallabyggðar - 472. fundur - 1. nóvember 2016

Málsnúmer 1610012F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 138. fundur - 18.11.2016

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 472. fundur - 1. nóvember 2016 S. Guðrún Hauksdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
    Á 469. fundi bæjarráðs, 11. október 2016, var lagt fram erindi frá Jóhanni Jóhannssyni, þar sem því er velt fyrir sér hvort ekki sé mikilvægt að boða fund með fyritækjunum Ramma hf og Fiskmarkaði Siglufjarðar ehf vegna uppsagna hjá þessum fyrirtækjum.
    Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að veita umsögn um málið.

    Umsögn bæjarstjóra lögð fram.
    Þar kemur m.a. fram að starfsfólki Fiskmarkaðs Siglufjarðar hefur fjölgað um tvo frá síðasta ári vegna aukinna umsvifa að sögn forráðamanna fyrirtækisins.
    Með tilkomu nýs frystitogara Ramma hf., Sólbergs ÓF-1, mun fyrirtækið leggja tveimur eldri frystitogurum, Sigurbjörgu og Mánabergi.
    Nýji togarinn er útbúinn nýjustu tækni í veiðum og vinnslu, sem mun kalla á minna vinnuafl um borð.
    Fyrirtækið reiknar með fækkun á þriðja tug starfsmanna með tilkomu nýja skipsins.
    Áætlað að flestir um borð í nýja skipinu verði búsettir í Fjallabyggð.
    Bókun fundar S. Guðrún vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Afgreiðsla 472. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 472. fundur - 1. nóvember 2016 Lögð fram til kynningar frétt Vísbendingar, vikurits um viðskipti og efnahagsmálin, frá 28. september 2016. Árlega hefur ritið metið fjár­hags­legan styrk sveit­ar­fé­laga og tekið heild­ar­nið­ur­stöð­urnar sam­an. Úttektin byggir á árs­reikn­ingum sveit­ar­fé­laga og er farið ræki­lega fyrir skuld­ir, tekj­ur, íbúa­fjölda, eignir og grunn­rekst­ur, bæði A-hluta og B-hluta í efna­hags­reikn­ingi þeirra. Fjallabyggð er í þriðja sæti á eftir Grindavík og Vestmannaeyjum.

    Bæjarráð fagnar þeim góða árangri sem náðst hefur í rekstri bæjarfélagsins og því að fjárhagsstaðan sé sterk.
    Bókun fundar Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði, og fagnar þeim góða árangri sem náðst hefur í rekstri bæjarfélagsins og því að fjárhagsstaðan sé sterk.
    Afgreiðsla 472. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 472. fundur - 1. nóvember 2016 Deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála upplýsti bæjarráð um óleystan ágreining við Wise lausnir ehf. í kjölfar uppfærslu á fjárhagsupplýsingakerfi bæjarins.

    Bæjarráð samþykkir að fela lögmanni að leggja mat á næstu skref í málinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 472. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 472. fundur - 1. nóvember 2016 Lögð fram útboðslýsing á ræstingu fyrir leikskólann Leikskála, Siglufirði og leikskólann Leikhóla, Ólafsfirði.
    Reiknað er með að ræsting á grundvelli útboðsins hefjist þann 2. janúar 2017 og að gerður verði verksamningur um verkið til þriggja ára, eða til 31. desember 2019, með möguleika á framlengingu 2 sinnum 1 ár í senn.
    Gert er ráð fyrir að tilboð verði opnuð 15. nóvember 2016.

    Bæjarráð samþykkir útboðslýsingu með áorðnum breytingum.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum útboðslýsingu með áorðnum breytingum vegna útboðslýsingu fyrir leikskóla Fjallabyggðar.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 472. fundur - 1. nóvember 2016 Tilboð voru opnuð í tvær bifreiðar Slökkviliðs Fjallabyggðar, 28. október 2016.

    Fjögur tilboð bárust í GMC tækjabíl, árgerð 1983 og þrjú í Benz Unimog slökkvibíl árgerð 1965.

    Bæjarráð samþykkir að selja bifreiðirnar hæstbjóðanda og að greiðsla þurfi að vera innt af hendi við undirskrift, eigi síðar en 4. nóvember 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 472. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 472. fundur - 1. nóvember 2016 Í fréttatilkynningu á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga, kemur fram að skrifað var undir rammasamning um þjónustu í hjúkrunar- og dvalarrýmum hjúkrunarheimila þann 21. október sl.
    Þetta er fyrsti heildstæði samningurinn hér á landi um þjónustu hjúkrunarheimila.
    Samningurinn tók gildi þann 1. október sl. og er gildistími hans til ársloka 2018 með heimild til framlengingar til ársloka 2020.

    Ef öll hjúkrunarheimili segja sig á samninginn munu greiðslur ríkisins vegna þjónustunnar hækka samtals um 1,5 ma. kr. á ársgrundvelli.

    Þá felst hluti samkomulagsins um rammasamninginn í að ríkið yfirtekur rúmlega 3 ma.kr. lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimila á vegum sveitarfélaga.

    Vilji hjúkrunarheimili segja sig á samninginn og starfa samkvæmt honum, skal það senda tilkynningu þar um til Sjúkratrygginga Íslands fyrir 15. nóvember 2016 og telst það þá aðili að samningnum.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn forstöðumanns Hornbrekku Rúnars Guðlaugssonar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 472. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 472. fundur - 1. nóvember 2016 Lagðar fram til kynningar leiðbeiningar Póst- og fjarskiptastofnunar til þeirra sveitarfélaga sem hyggja á lagningu ljósleiðara á sínu svæði.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 472. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 472. fundur - 1. nóvember 2016 Lagt fram erindi Menntamálastofnunar dagsett 21. október 2016,
    þar sem auglýst er eftir sveitarfélögum sem hafa áhuga á því að fram fari ytra mat á starfi leikskóla.

    Menntamálastofnun mun láta gera ytra mat á sex leikskólum árið 2017.
    Í matinu felst að utanaðkomandi aðili leggur mat á starfsemi viðkomandi skóla með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrá. Verður það gert m.a. með því að skoða fyrirliggjandi gögn um starfsemi skóla, vettvangsathugunum, heimsóknum úttektaraðila og viðtölum við nemendur, starfsfólk skóla, foreldra og fulltrúa sveitarstjórnar. Kostnaður vegna matsins greiðist úr ríkissjóði.

    Umsóknir þurfa að hafa borist Menntamálastofnun fyrir 18. nóvember 2016.

    Bæjarráð samþykkir að leggja inn umsókn og felur deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að senda inn umsókn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 472. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .9 1610081 Umsókn um styrk
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 472. fundur - 1. nóvember 2016 Lögð fram beiðni Stígamóta, dagsett 10. október 2016, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við rekstur samtakanna.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 472. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 472. fundur - 1. nóvember 2016 Fyrirhugað er að halda haustfund Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 22. nóvember 2016, með vísan í 9. grein samþykkta félagsins.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 472. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 472. fundur - 1. nóvember 2016 Lagðar fram til kynningar reglur um húnæðismál og stöðuna í vinnu við leiðbeiningar Velferðaráðuneytisins.

    Lög um húsnæðismál gera ráð fyrir að sveitarfélög setji sér reglur um þau verkefni sem lögin fela þeim að framkvæma.
    Fyrst og fremst er um að ræða:
    (1) Reglur um meðferð umsókna um stofnframlög og veitingu framlaganna, sbr. 14. gr. laga um almennar íbúðir og reglugerð um stofnframlög.
    (2) Reglur um leigufjárhæð í íbúðarhúsnæði á vegum sveitarfélags, sbr. 21. gr. laga um almennar íbúðir.
    (3) Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning sem sveitarfélög veita til viðbótar húsnæðisbótum, sbr. 32. gr. laga um húsnæðisbætur (tekur gildi um næstu áramót).
    (4) Reglur um úthlutun íbúðarhúsnæðis á vegum sveitarfélaga, sbr. lög um húsnæðismál, lög um málefni fatlaðs fólks og fleiri lagaákvæði.

    Bæjarráð samþykkir að vísa þessum dagskrárlið til umfjöllunar í félagsmálanefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 472. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 472. fundur - 1. nóvember 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 23. september 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 472. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.