Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur 3. febrúar 2020

Málsnúmer 2001009F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 181. fundur - 12.02.2020

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 3. febrúar 2020 Hafnarstjóri fór yfir rekstraryfirlit tímabilsins 1.01.19 - 31.12.19 fyrir Fjallabyggðarhafnir. Bráðabirgða rekstrarniðurstöður eru góðar fyrir árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .2 1902009 Aflatölur 2019
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 3. febrúar 2020 Lagt fram til kynningar fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. janúar - 31. desember 2019 ásamt samanburði við sama tíma árið 2018.
    2019 Siglufjörður 28830 tonn í 1873 löndunum.
    2019 Ólafsfjörður 389 tonn í 363 löndunum.
    2018 Siglufjörður 24207 tonn í 1816 löndunum.
    2018 Ólafsfjörður 478 tonn í 457 löndunum.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 111. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 3. febrúar 2020 Farið yfir stöðu mála á höfninni. Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .4 2001048 Tjón á höfn
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 3. febrúar 2020 Lögð fram tilkynning yfirhafnavarðar dags. 16.01.2020 vegna tjóns á grjótvarnargarði við landfyllingu norðan Hafnarbryggju.

    Tjónið verður metið frekar í vor, þegar snjóa leysir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 3. febrúar 2020 Lagt fram til kynningar erindi frá Umhverfisstofnun dags. 9. janúar 2020 vegna leiðbeinandi reglna um meðferð dýpkunarefnis.

    Hægt er að nálgast reglurnar á slóðinni :
    https://ust.is/haf-og-vatn/varp-i-hafid-og-lagnir-i-sjo/varp-i-hafid/
    Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 3. febrúar 2020 Lagt fram til kynningar erindi frá Fiskistofu dags. 16. janúar 2020 varðandi kynningu á smáforriti fyrir rafræna skráningu afla í stað afladagbóka á pappír.

    Hægt er að sækja forritið í App Store og Play Store. Með tilkomu appsins er stigið stórt framfaraskref sem felur í sér bætta yfirsýn og vinnusparnað fyrir útgerðir, skipstjórnarmenn sem og stjórnsýslu.

    Sjá nánari upplýsingar: http://www.fiskistofa.is/umfiskistofu/frettir/afladagbokin-smaforrit-fyrir-rafraena-skraningu-afla
    Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 3. febrúar 2020 Lagt fram erindi Lindu Leu Bogadóttur markaðs- og menningarfulltrúa um markaðsmál hafnarinnar. Hafnarstjórn felur Anitu Elefsen ásamt markaðs- og menningarfulltrúa að sækja SeaTrade Cruise Med þann 16. - 17. september nk. í Malaga á Spáni. Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 3. febrúar 2020 Lagt fram erindi Andra Viðars Víglundssonar dags. 25. janúar 2020 vegna opnunartíma hafnarvoga í Fjallabyggð.

    Erindi frestað til næsta fundar vegna fjarveru Andra Viðars Víglundssonar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 3. febrúar 2020 Lagt fram erindi Andra Viðars Víglundssonar dags. 25. janúar 2020 varðandi ráðningu hafnarvarðar.

    Erindi frestað til næsta fundar vegna fjarveru Andra Viðars Víglundssonar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 3. febrúar 2020 Lögð fram til kynningar viðbragðsáætlun Fjallabyggðahafna - 2020 sbr. 26. grein reglugerðar um viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda, nr. 1010/2012. Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 3. febrúar 2020 Lagt fram erindi Anitu Elefsen dags. 28. janúar 2020 varðandi aðalfund Cruice Iceland þann 8. maí 2020.

    Hafnarstjórn samþykkir erindið og vísar því til markaðs- og menningarfulltrúa til úrvinnslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .12 2001093 Clean up Iceland
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 3. febrúar 2020 Lagt fram til kynningar erindi frá Gáru ehf. dags. 29. janúar 2020 varðandi Clean up Iceland sem felur í sér að farþegar leiðangursskipa fara í land og tína rusl í útvöldum fjörum ásamt heimamönnum.

    Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur markaðs- og menningarfulltrúa að útfæra hugmyndina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 3. febrúar 2020 Lagt fram til kynningar fundargerð 418 og 419 hafnarsambandsins. Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 3. febrúar 2020 Lagt fram til kynningar fundargerð 20. fundar Siglingarráðs frá 7.nóvember sl. Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.