Umsókn um lóð - Bakkabyggð 16 í Ólafsfirði

Málsnúmer 2209023

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 289. fundur - 05.10.2022

Lögð fram umsókn dagsett 7.9.2022 þar sem Magnús Guðmundsson f.h. Reykjanes Investment ehf. sækir um einbýlishúsalóð nr. 16 við Bakkabyggð.
Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar erindinu áfram til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 298. fundur - 03.05.2023

Þar sem engin gögn bárust innan tímafrests sem rann út 10. apríl sl., hefur lóðarúthlutun Bakkabyggðar 16 fallið úr gildi.
Lagt fram til kynningar
Lóðin Bakkabyggð 16 er laus til úthlutunar að nýju.