Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 295. fundur - 1. mars 2023.

Málsnúmer 2302004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 227. fundur - 08.03.2023

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 15 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 3, 7, 8, 10, og 12.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • .3 2302072 Óveruleg breyting á deiliskipulagi malarvallarins
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 295. fundur - 1. mars 2023. Erindi samþykkt. Breytingin verður afgreidd í samræmi við 3.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010 þar sem breytingin er óveruleg og varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og lóðarhafa. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.
  • .7 2302044 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Laugarvegur 18 Siglufirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 295. fundur - 1. mars 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.
  • .8 2302071 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hvanneyrarbraut 54-56
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 295. fundur - 1. mars 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.
  • .10 2302049 Umsókn um lóð - Eyrargata 13 Siglufirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 295. fundur - 1. mars 2023. Í 5.gr. reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð kemur fram að heimilt sé að úthluta lóð á óskipulögðu svæði þar sem áður hafa staðið hús ef stærð og yfirbragð nýrra húsa er í samræmi við aðliggjandi byggð. Þar sem ekki stendur til að byggja nýtt hús á tilgreindri lóð sér nefndin sér ekki fært að verða við þessari beiðni. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.
  • .12 2302041 Lagning bíla við Laugarveg 8-16
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 295. fundur - 1. mars 2023. Nefndin þakkar fyrir ábendinguna en sér sér ekki fært að verða við erindinu. Umferðarskilti á Laugarvegi eru í samræmi við umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins þar með talið skilti sem staðsett er við suðurenda Laugarvegar, B21.11 sem bannar lagningu ökutækja meðfram gangstétt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.