Umferðarstýring í Múla-og Strákagöngum 11.-12. ágúst

Mynd af vef.
Mynd af vef.

Orðsending frá lögreglu.

Um næstu helgi verður Fiskidagurinn mikli haldinn á Dalvík og því er, í samráði við Vegagerðina, fyrirhugað að notast við umferðarstýringu í Múla-og Strákagöngum föstudaginn 11. og laugardaginn 12. ágúst. 

Gert er ráð fyrir að föstudaginn 11. ágúst verði umferð stýrt frá kl. 16 til miðnættis og  laugardaginn 12. ágúst frá hádegi til miðnættis.   Um miðnættið verður síðan einstefna um Múlagöng á umferð frá Dalvík til Ólafsfjarðar í tæpa klukkustund (þessi ráðstöfun verður bara á laugardagskvöldið/aðfararnótt sunnudagsins).  Þess ber að geta að hugsanlega verður gripið til þessarar stýringar, utan áður getins tíma,  ef umferð verður mikil og vandræði skapast.    

Sökum þessa má búast við umferðartöfum við göngin, allt að 16 mínútum við Múlagöng en töluvert skemur við Strákagöng. Þannig að ef vegfarandi er „óheppinn“, og kemur að Múlagöngum þegar nýlega er búið að loka lokunarslá á akstursstefnuna þá getur sá hinn sami þurft að bíða í 16 mínútur eftir að opnað sé aftur.