Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir

Vegna forfalla er staða þroskaþjálfa við Grunnskóla Fjallabyggðar laus tímabundið.

Um er að ræða 100% stöðugildi í afleysingu.

Þroskaþjálfi vinnur með nemendum með sértækar og flóknar náms- og stuðningsþarfir. Hann heldur utan um þjónustuteymi þeirra og er til ráðgjafar öðru starfsfólki skólans.

  • Menntunar og hæfnikröfur:
  • Menntun á sviði þroskaþjálfafræði ásamt leyfisbréfi.
  • Mjög góð íslenskukunnátta.
  •  Góð hæfni í samskiptum við börn og fullorðna.
  • Reynsla af vinnu með börnum er mikill kostur.

Upplýsingar veitir Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar í gegnum netfangið asabjork@fjallaskolar.is eða síma 464-9152. Umsóknum skal skila á netfangið asabjork@fjallaskolar.is.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum viðkomandi fagfélags og launanefndar sveitarfélaga.

Grunnskóli Fjallabyggðar er 220 nemenda skóli með starfsstöðvar í Ólafsfirði og á Siglufirði. Skólaakstur er milli byggðarkjarna. Í skólanum er Uppbyggingarstefnan höfð að leiðarljósi og unnið gegn einelti skv. Olweusaráætlun. Nánari upplýsingar um skólann má finna á http://grunnskoli.fjallabyggd.is/

Gildi skólasamfélagsins í Fjallabyggð eru: Kraftur - Sköpun - Lífsgleði

Í Fjallabyggð búa um 2000 íbúar. Fjallabyggð er fjölskylduvænt samfélag þar sem tími er fyrir tómstundastarf allra í nálægð við náttúruna og blómlegt starf íþróttafélaga. Engin bið á rauðum ljósum!

Nánari upplýsingar um Fjallabyggð er að finna á heimasíðunni www.fjallabyggd.is og https://www.fagnar.is/

Með umsókn skal skila starfsferilskrá, nöfnum 2 umsagnaraðila og stuttri kynningu á umsækjanda. Umsækjandi þarf að veita leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Fjallabyggð áskilur sér rétt til að hætta við ráðningu og/eða auglýsa að nýju.